Kappi frá Kommu IS2004165-890
Ætt:
Móðir: Kjarnorka frá Kommu                       
        MF: Mósi frá Uppsölum       
       MM:  Kolla frá Uppsölum               
  Faðir: Þristur frá Feti
      FF:  Orri frá Þúfu
      FM:  Skák frá Feti
 
 
 
 
 
Kappi farinn í þjálfun til Ísólfs á Lækjarmóti                    24 jan. 2014
 
Kappi verður í Eyjafirði í sumar                    28. mars 2013
Kappi verður í heimhögunum í sumar, í Kommu hjá Vilberg ræktanda sínum.  Kappi kom fram í lokaatriðinu á stóðhestaveislunni á Sauðárkróki og sýndi vel það sem hann stendur fyrir, gullfallegur gæðingur :)  Barbara Wenzl hefur þjálfað hann í vetur með góðum árangri en þetta var í fyrsta skipti sem þau koma fram saman. 
 
Verð á folatolli er 150.000 með öllu (vsk. girðingargjaldi og sónar.
Upplýsingar og pantanir á berglind@husavikurhestar.is og í síma 868-9952
 
 
Kappi á vegum Úrvalshesta í sumar                                                                  13. febrúar 2012
Kappi frá Kommu verður í notkun á suðurlandinu í sumar, á vegum Svanhildar Hall og Magga Lár hjá Úrvalshestum.  Kappi er núna í þjálfun hjá Mette Mansneth og er stefnt með hann á Landsmót í sumar.  Hann verður því í girðingu hjá þeim eftir LM og e.t.v. fyrr gangi plön um LM ekki eftir.  Við erum nú að temja fyrst afkvæmi Kappa sem er jafnfram það eina sem komið er á tamningaaldur.  Það er hann Viti frá Kommu og er hann á fimmta vetur.  Hann er ekki nema mánaðartaminn og rétt orðinn reiðfær.  Hann lofar bara góðu, er auðveldur og með dillandi mjúkt og rúmt tölt með góðum fótaburði.
 
Kappi kominn í Fellskot                                                                                                  6.maí 2011

Kappi er mættur í Fellskot og byrjaður að sinna merum. Mikið hefur verið pantað undir hann og hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Þeir sem eiga pantað geta haft samband við Maríu í S: 899-9612 þegar þeir vilja koma með hryssurnar. Greiða þarf staðfestingargjald, 25.000 m.vsk. sem er óafturkræft. Það þarf að greiðast áður en hryssunum er haldið. Hægt er að millifæra á reikn. 0567-14-400060 kt. 630708-0790. Eða hafa samband á berglind@husavikurhestar.is eða S: 868-9952.

 
Listi yfir hryssur sem hafa fengið við Kappa                                                               4. mars 2011
Við höfum til gamans og fróðleiks tekið saman lista yfir hryssur sem hafa fengið við Kappa síðustu ár.
Hryssur 2008     Hryssur 2009    Hryssur 2010
 
Kappi sumarið 2011                                                                                                                2. mars 2011
Húsgangmál: Fellskot, Biskupstungum. Pantanir hjá Maríu (899-9612) eða Líneyju (899-8616).
Fyrra gangmál: Austur Landeyjar. Pantanir hjá Sigríki (893-7970).
Seinna gangmál: Hof, Höfðaströnd. Pantanir hjá Berglindi (berglind@husavikurhestar.is eða 868-9952).

Verð á tolli er 150.000 með öllu (hólfagj. sónarsk. og vsk.)

 
41 hryssa fengu við Kappa í sæðingum                                                                         16. ágúst 2010
Nú liggur fyrir endanleg útkoma úr sæðingunum hjá Kappa. Niðurstaðan varð sú að fengnar hryssur eru 41 og er fyljunarhlutfallið 82% sem er frábært, ekki síst í ljósi þess að þar eru nokkrar hryssur sem illa hefur gengið að koma folöldum í. Hér er listi yfir þær hryssur sem sónaðar voru með fyli og dómar hryssnanna. Þetta eru upplýsingar sem eru allar til í Worldfeng svo við erum ekki að birta neitt sem ekki eru opinbert :)  Við erum svo að vinna í því að taka saman eins lista fyrir síðustu 2 ár líka.
 
Kappi tekur á móti hryssum í hólfi                                                                                    29. júní 2010
Kappi hefur verið í sæðingum á Dýrfinnustöðum það sem af er sumri og gengið mjög vel. Nú er komið að því að hann taki á móti hryssum í hólfi. Þeir sem eiga pantað eiga að mæta næstkomandi mánudag á Hof á Höfðaströnd. Honum verður svo sleppt í hólfið daginn eftir. Hér meðfylgjandi er myndband af honum í dómnum í vor sem birtist á vef Eiðfaxa.
 
Fyrsta hryssan fengin við Kappa                                                                                       31. maí 2010
Bylgja og Hnota

Búið er að staðfesta fyl í fyrstu hryssunni þetta árið við Kappa.  Sú heppna er engin önnur en Hnota frá Garðabæ sem er með hæstu hæfileikaeinkunn klárhryssa í heiminum að því er við best vitum. Þetta gæti því verið ræktun á framtíðar heimsmethafa :)

 
Kappi hækkaði í 8,51                                                                                                          28. maí 2010
Kappi og Mette stóðu sig frábærlega í dag á yfirlitinu og hækkaði hann úr 8,35 í 8,51 fyrir hæfileika. Hann fór í 9,5 fyrir stökk og fegurð í reið og endar eins og fyrr segir með 8,51 fyrir hæfileika en hann var einmitt með nákvæmlega þá einkunn fyrir sköpulag og má því segja að hann jafn góður og hann er fallegur :)  Við erum að sjálfsögðu alveg í skýjunum yfir þessu, ekki síst ef rétt er sem við höfum heyrt að áhorfendur hafi talið hann standa fyllilega undir þessum tölum. Útkoman er því þessi:
 
Mál (cm): 146   136   142   63   149   38   48   44   6,7   31,0   20,0    Hófa mál: V.fr. 8,9   V.a. 8,8  

                                               Aðaleinkunn: 8,51

Sköpulag: 8,51

Kostir: 8,51

Höfuð: 7,0
   F) Krummanef   H) Smá augu  

Háls/herðar/bógar: 9,0
   1) Reistur   5) Mjúkur   6) Skásettir bógar   Þunnur

Bak og lend: 9,0
   2) Breitt bak   3) Vöðvafyllt bak   8) Góð baklína  

Samræmi: 9,5
   1) Hlutfallarétt   2) Léttbyggt   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið  

Fótagerð: 7,5
   2) Sverir liðir   B) Svagar kjúkur   G) Lítil sinaskil  

Réttleiki: 8,0   Afturfætur: B) Innskeifir  

Hófar: 8,5
   4) Þykkir hælar  

Prúðleiki: 7,5
 

Tölt: 9,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   6) Mjúkt  

Brokk: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta   6) Svifmikið  

Skeið: 5,0

Stökk: 9,5
   1) Ferðmikið   2) Teygjugott   3) Svifmikið   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 9,0  2) Ásækni   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 9,5
   1) Mikið fas   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 9,0
 

 

Kappi skráður í Hafnarfirði                                                                                                           14. maí 2010
Búið er að skrá Kappa á kynbótasýningu í Hafnarfirði nú í lok mánaðarins. Hann hefur verið við góða heilsu þrátt fyrir kvefpestina sem herjað hefur á hans slóðum undanfarnar vikur. Við vonum að það þýði að hann sé búinn að smitast án þess að verða mjög veikur en eigi það ekki eftir. Höskuldur dýralæknir skoðaði hann um daginn og mat hann fullkomlega í lagi svo nú krossleggjum við alla fingur og tær og vonum að ekkert komi uppá.
     Þeir sem greitt hafa staðfestingargjald fyrir hryssur í sæðingar geta sett sig í samband við Höskuld dýralækni eða Ingólf á Dýrfinnustöðum þegar hryssurnar eru að byrja í látum.
 
Notkun ákveðin fyrir 2010                                                                                                                  11. mars 2010
Kappi er þessa dagana í þjálfun hjá Mette og gengur mjög vel. Stefnt er með hann á Landsmót og því ákveðið að hafa hann á einu löngu gangmáli á Hofi á Höfðaströnd. Verð: 150.000 kr. með öllu, þar af 25.000 kr. í staðfestingargjald sem er óafturkræft. Hægt er að panta með því að senda tölvupóst á berglind@husavikurhestar.is  eða hringja í s: 868-9952. Þeir sem hafa haft samband og haft áhuga á að komast undir geta því haft samband núna og gengið frá pöntunum.
 
Mikið spurt um Kappa                                                                                                                          12. janúar 2010

Mikið hefur verið spurst fyrir um Kappa undanfarið. Margir eru að velta fyrir sér hver stefnan sé með hann og hvar hann verði næsta sumar. Því miður getum við lítið sagt að svo komnu. Kappi er í þjálfun hjá Mette og er stefnt með hann á Landsmót. Gangi það allt eftir verður hann líklega á einu löngu gangmáli eftir mótið. Það mun því ekki liggja endanlega fyrir hvernig þetta verður fyrr en líður á vorið.

 
Kappasonur sigrar folaldasýningu                                                                                                  3. janúar 2010
Um síðustu helgi var haldin folaldasýning í Hringsholti á Dalvík. Þar sigraði í hestaflokki Kopar frá Jarðbrú sem er undan Kappa og Spennu frá Dæli. Fyrsti árgangurinn undan Kappa er fæddur síðasta vor svo gaman verður að sjá hvað þau gera á folaldasýningum nú í vetur. Af Kappa sjálfum er það að frétta að hann er kominn í Þúfur til Mette og væntanlega byrjaður í léttu trimmi. Við gerum okkur væntanlega ferð í Skagafjörðinn þegar líður á veturinn og kíkjum á hann..
 
83 hryssur fengnar í sumar                                                                                               28. september 2009

Nú er búið að staðfesta fyl í 83 hryssum hjá Kappa í sumar og gætu einhverjar átt eftir að bætast við. Það stefnir í að fyljunarhlutfallið verði um 85%.

 
Búið að staðfesta fyl í 80% af fyrra gangmáli                                                                            28. júlí 2009
Í morgun voru allar hryssurnar sem voru hjá Kappa á fyrra gangmáli skoðaðar. Staðfest var fyl í 80% þeirra sem er mjög gott enda bara nokkrir dagar síðan hann var tekinn úr hólfinu. Það eru því nokkrar hryssur sem þarf að skoða aftur. Við erum því bjartsýn á að endanleg fyljun verði um 90%.
 
Kappi kominn norður                                                                                                                            27. júlí 2009

Kappi er nú kominn norður og var sleppt í hólf hjá hryssum um helgina. Hann lítur mjög vel út þó hann sé grannur eins yfirleitt. Þegar hann kom í Hof var hans fyrsta verk að sinna gæðingshryssunni Sefju frá Úlfljótsvatni. Auk Sefju eru fleiri góðar hryssur á leið undir hann, m.a. Hrönn frá Búlandi, Skrýtla frá Húsavík, Óskadís frá Tjarnarlandi, Ugla frá Kommu, Aría frá Grafarkoti, Spes frá Hólum og Tíbrá frá Hvanneyri.

 
Sónarskoðun hjá Kappa                                                                                                                       24. júlí 2009
Sónarskoðað verður hjá Kappa þriðjudaginn 28. júlí að Velli. Þeir sem eiga hryssur hjá honum eru beðnir um að sækja þær milli 13 og 18 þann dag. Þær sem ekki verður staðfest fyl í þarf að skoða aftur eftir u.þ.b. 2 vikur til að staðfesta endanlega niðurstöðu. Þetta þurfa eigendur hryssnanna að sjá um sjálfir. Mjög góð frjósemi hefur verið hjá Kappa hingað til svo við leyfum okkur að vera bjartsýn á góða útkomu.
 
Kappi væntanlegur norður                                                                                                                   20. júlí 2009

Nú fer að styttast í að Kappi komi norður í Hof á seinna gangmál. Tekið verður á móti hryssum milli 16 og 18 nú á fimmtudaginn. Kappa verður svo sleppt í hólfið á laugardeginum. Mjög vel hefur gengið hjá honum á fyrra gangmáli fyrir sunnan. Hann er enn í góðum holdum og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig sónarskoðun kemur út. Væntanlega verður skoðað frá honum kring um næstu helgi. Aðrar fréttir af Kappa eru þær að rautt folald er komið undan honum svo hann er ekki arfhreinn brúnn eins og okkur var farið að gruna. Við látum hér fylgja með mynd sem við vorum að eignast af Kappanum.

 
37 hryssur fengnar við Kappa á hústímabili                                                                                     12. júlí 2009
Við erum þessa dagana að taka saman útkomuna úr hústímabilinu hjá Kappa. Hann var í sæðingum á Dýrfinnustöðum og var fanghlutfallið um 75% en inní því eru hryssur sem lítil sem engin von var til þess að fengju. Meðal þeirra sem eru fengnar eru Lydía og Rós frá Vatnsleysu, Ballerína og Ásjóna frá Grafarkoti, Hugarfluga og Hending frá Flugumýri, Efling frá Vestri-Leirárgörðum, Venus frá Múla, Almar-Rún frá Skarði, Glóð frá Grund, Svala frá Garðsá, Vilma frá Akureyri, Lilla frá Möðruvöllum, Ösp frá Minni-Reykjum, Fantasía frá Breiðstöðum auk þess sem fósturvísir var fluttur úr Nönnu frá Halldórsstöðum. Allt eru þetta mjög góðar fyrstu verðlauna merar og spennandi verður að sjá hvað afkvæmin gera í framtíðinni.
 
Er Kappi arfhreinn brúnn?                                                                                                    8. júlí 2009
Við höfum verið að velta því fyrir okkur undanfarið hvort Kappi sé arfhreinn brúnn. Við vitum ekki til þess að neitt afkvæma hans sé rautt eða með afbrigði af rauðum lit. Gaman væri ef þið létuð okkur vita ef þið fréttið af folaldi sem afsannaði þessa kenningu okkar.
 
Fyljun úr sæðingum lítur vel út                                                                                         30. júní 2009
Búið er að skoða meirihlutann af hryssunum sem sæddar voru hjá Kappa og virðist útkoman vera fín eða um 80% fyljunarhlutfall. Endanleg niðurstaða á svo eftir að liggja fyrir um næstu helgi en þá verða liðnar tvær vikur frá því að síðustu hryssurnar voru sæddar.
 
Góðar fréttir af Kappa                                                                                                                                   16. júní 2009
Kappi hefur nú í vor verið í sæðingum á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Hátt í 40 hryssur hafa verið sæddar við honum og lofar frjósemin góðu enda sæðið komið mjög vel út að sögn Höskuldar Jenssonar dýralæknis. Um næstu helgi mun Kappi svo fara suður og taka á móti hryssum á Velli II í Rangárþingi eystra. Tekið verður á móti hryssum þar milli 18 og 21 fimmtudaginn 18. júní. Mikill áhugi er fyrir hestinum og komast færri að en vilja. Mikið af góðum hryssum mun fara undir hann í sumar t.d. Samba frá Miðsitju, Lydía og Rós frá Vatnsleysu, Auðna frá Höfða, Atley frá Reykjavík, Dögg frá Dísarstöðum, Röst frá Kópavogi, Krækja frá Efri-Rauðalæk og Glóð frá Grund svo einhverjar séu nefndar. Kappi verður svo á seinna gangmáli á Hofi á Höfðaströnd.
 
Sæðingar ganga vel                                                                                                                                       4. júní 2009
Mjög vel gengur að sæða við Kappa. Sæðið er mjög gott og vel gengur að taka það. Nú er búið að sæða um 25 hryssur og verða þær örugglega komnar yfir 30 þegar hústímabilinu lýkur. Þá mun Kappi fara suður og vera þar á fyrra gangmáli og svo á seinna gangmáli á Hofi á Höfðaströnd.
 
Kíktum á Kappann                                                                                                                                    23. apríl 2009
Það er nú löngu kominn tími á að við setjum inn einhverjar fréttir hérna. Um síðustu helgi fórum við á vígslu reiðhallar Léttis sem er vægast sagt glæsileg. Mikið var af góðum hrossum en sennilega stóðu uppúr sýningar á Fursta frá Stóra-Hofi, Auði frá Lundum, Auðsholtshjáleigubúið, Pipar-Sveini, Ösp og alsystir Gaums og Garps frá Auðsholthjáleigu.
        Í gær skruppum við svo vestur í Hof þar sem Mette sýndi okkur Kappa. Hann er í rosalega flottu standi, vöðvafylltur og flottur. Fyrst sýndi hún okkur hann inní reiðhöllinni og svo úti á reiðvelli. Gaman var að sjá hve flinkur og þjáll Kappi var hjá henni og gangtegundirnar góðar. Hér fylgja með nokkrar myndir sem við tókum.
Mikið pantað undir Kappa                                                                                                                            6. apríl 2009
Mikið hefur verið pantað undir Kappa undanfarnar vikur. Fullt er að verða á fyrra og seinna gangmáli. Hann verður fyrir sunnan á fyrra gangmáli en á húsi og seinna gangmáli í Skagafirði. Nóg er þó laust á húsnotkun. Við höfum nú sent út rukkun á staðfestingargjaldi og eru þeir sem ekki hafa einhverjum ástæðum fengið upplýsingarnar til sín, beðnir um að láta vita í símar 868-9952 eða á berglind@husavikurhestar.is
 
Pantanir undir Kappa frá Kommu næsta sumar                                                           26. janúar 2009
Vegna fyrirspurnar í gegnum gestabókina hjá okkur viljum við benda þeim sem vilja panta undir Kappa á að senda tölvupóst á berglind@husavikurhestar.is . Þar þarf að koma fram hvaða tímabil viðkomandi vill, nafn og símanúmer. Við pöntun fá menn upplýsingar um reikningsnúmer sem leggja þarf  25.000,- kr. staðfestingagjald inná. Sú uppæð dregst að sjálfsögðu frá verðinu á tollinum.
 
Staðsetning á Kappa frá Kommu næsta sumar                                                           24. janúar 2009
Ákveðið hefur verið að Kappi verði í Skagafirði á húsmáli, Velli í Fljótshlíð á fyrragangmáli og á Hofi á Höfðaströnd á seinna gangmáli.  Verðið verður að öllum líkindum svipað og í fyrra, það er 100.000 + vsk. pr. fengna hryssu  Þetta veltur þó á hólfagjaldi og verði á sónarskoðun.
 
Kappi frá Kommu seldur                                                                                                                   25. nóvember 2008
Í sumar var félagið Kappi frá Kommu ehf. stofnað og voru sömu eigendur að því og Kappa áður, það eru við og Vilberg í Kommu. Í dag keypti Hofstorfan, sem er í eigu Lilju Pálmadóttur á Hofi,
66 %  í Kappa frá Kommu ehf.  Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma en núna þegar skrifað hefur verið undir pappírana er hægt að gera söluna/kaupin opinber. Við eigum áfram 17 %  eins og Vilberg.
 
 
Kappi farinn í Hof                                                                                                           30. október 2008
Kappi fór í vikunni vestur í Hof á Höfðaströnd þar sem Sölvi Sig ætlar líklega að vera með hann allavega eitthvað fram á veturinn.  Hann er þó ekki að fara í þjálfun strax en verður allavega á gjöf til að reyna að koma meira holdum á hann.  Hann er grannvaxinn að eðlisfari og verður aldrei feitur en gott væri ef hann bætti aðeins á sig áður en hann fer í þjálfun.
 
96% fyljun hjá Kappa                                                                                                                                              14. ágúst
Sónarskoðað var hjá Kappa frá Kommu 13. ágúst.  24 hryssur voru skoðaðar og reyndust 23 með fyli og sú eina sem var geld var í látum, það var Skrýtla okkar.  Alls voru 28 hryssur hjá honum en 4 voru ekki skoðaðar.  Tvær komu fyrir stuttu í hólfið og eigendur hinna tveggja óskuðu eftir að þær yrðu ekki sónaðar.  Við erum að vonum í skýjunum með þennan árangur hjá Kappanum enda var engin reynsla komin á hann sem stóðhest í þessum efnum.  Vegna þessarar frábæru útkomu stendur til að bæta í hólfið hjá honum enda er haginn þar mjög góður og hesturinn í góðu standi.  Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta geta haft samband við Vigni í síma 893-7901 eða Vilberg í síma 893-2842.  Þeir sem eiga merar sem eru fengnar og hafa verið látnir vita um það geta sótt þær um kl. 18 næstkomandi sunnudag.  Þá verður hópurinn rekinn saman í lítið hólf..
Litum við hjá Kappa                                                                                                                                     5. ágúst 2008
Við kíktum á Kappann okkar inní Eyjafirði um daginn.  Hann nýtur bara lífsins með 28 merum í mjög góðu hólfi með miklum haga.  Merarnar okkar voru í góðu standi, Hróðurssonurinn undan Dúsu er mjög fallegur en Rökkvadóttirin undan Gjóstu er frekar mikill kútur en lagast nú vonandi.  Ekki hefur enn verið ákveðið hvort sónað verði frá Kappa nú um miðjan ágúst.  Hólfið er nógu gott til að þessi hópur geti verið þar framá haust svo það er ekki þörf á því þess vegna.  Til greina kemur að bæta við merum hjá honum ef fækkar í hólfinu nú um miðjan ágúst svo ef einhverjir hafa áhuga á að nýta sér það geta þeir haft samband við Vigni í síma 893-7901.
       Á myndinni lengst til vinstri eru Gjósta og Dúsa með folöldin sín, á miðmyndinni er hópurinn hans Kappa og lengst til hægti er Kappinn sjálfur

 
13. júní
 
Hér er mynd af Kappa sem við tókum í dag.  Með því að smella hér komist þið á heimasíðuna hans og getið séð fleiri myndir af honum.  Við setjum svo bráðlega inn fleiri myndir af hryssunum.
12. júní
Ekki er enn komin endanleg niðurstaða komin í það hvað verður gert við Kappa, hvar hann verður í sumar eða hvort hann verður seldur með einhverjum hætti en þetta er allt að skýrast.  Eftirspurning er þó töluvert meiri en framboðið af plássum undir hann.  Frétt dagsins er þó að Máttur var að koma úr dómi og er hægt að sjá hann með því að smella á nafnið hans
Á morgun förum við á Dalvík og tökum með okkur myndavél og videovél og setjum inn eins mikið efni og við getum. 
Við erum aðeins að ná að draga andann eftir töluverða geðshræringu í kjölfar dómsins og Kappa.  Þetta er eiginlega bara eins og draumur eða falin myndavél :)  Kynbótadómarnir á merunum hafa nú fallið svolítið í skuggann af Kappanum.  Það er kominn dómur á Óperu, Skrýtlu og Sigurgyðu.  Skrýtla fór í fyrstu verðlaun en við urðum fyrir smá vonbrigðum með dóminn á Sigurgyðu, sérstaklega byggingadóminn.  Okkur finnst hún mjög falleg en eitthvað eru kynbótadómararnir á öðru máli.  Yfirlitssýningin er eftir og þar erum við að vona að Ópera hækki fyrir brokk og fet og Skrýtla fyrir skeið og fet.  Það tæki svakalega mikið pláss að setja dómana alla í runu hérna svo þið getið skoðað þá með því að smella á nöfnin á hryssunum
 
8. júlí
Landsmóti er lokið eins og flestir vita.  Það væri nú of langt mál að rekja allt sem þar gerðist en við getum nú aðeins sagt frá því sem okkur fannst standa uppúr.  Sýningar á Kappa gengu mjög illa.  Í kynbótadómnum á miðvikudeginum var hann mjög hræddur við umhverfið og lét ekki af stjórn.  Hann skítlækkaði frá sýningunni á Dalvík og var bara ekkert líkur sjálfum sér.  Þrátt fyrir þetta voru margir mjög hrifnir af hestinum og kom okkur ánægjulega á óvart hversu margir litu framhjá þessari uppákomu í dómnum.  Til dæmis var eftirfarandi klausa um hann í Eiðfaxa
,,Eigi að síður vakti hann og knapinn feikna athygli og nokkuð ljóst að Kappi hefur alla burði til að skapa nýja vídd í heimi hrossaræktar. Fengu þau góðar undirtektir þótt ekki tækist allt sem skyldi enda hreyfingar og útgeislun hestsins með ólíkindum."
     Á yfirlitssýningunni reif hann svo undan sér skeifu en var alveg rólegur, kláraði sýninguna og hækkaði mikið.  Í verðlauna-afhendingunni reif hann aftur undan sér nánast um leið hann kom inní brautina og þar með var það úti.  Margir virtust þó ekki átta sig á þessu og héldu bara að hann væri svona lélegur hjá Lauru, það er þá hér með leiðrétt :) Þetta var sumsé bara eins og í lygasögu alltsaman en allt er þegar þrennt er og vonumst við til að Kappi sé bara búinn með sínar uppákomur í bili.!!! 
Meira að segja hefur þeim sem hafa áhuga á að halda undir hann og/eða kaupa hlut í honum bara fjölgað.  Ýmsar sögur hafa gengið um sölu á Kappa en ekkert bólar á milljónunum 50 eða 100 sem eiga að hafa verið borgaðar fyrir hann.  Eigendur Kappa eru sömu og áður, Vilberg og Vignir.
 
11. júní 2008  

Við eigum heimsmethafa!!!

Kappi frá Kommu var að fá dóm og er að því er við best vitum hæst dæmdi fjögra vetra stóðhestur sögunnar!!
Mál (cm):  144   135   139   62   143   35   46   42   6,7   31,0   19,0  
Hófa mál:  V.fr. 9,1   V.a. 8,0  
 
Aðaleinkunn: 8,42

Sköpulag: 8,35

Höfuð: 7,5
   Skarpt/þurrt   Smá augu   Slök eyrnastaða  
Háls/herðar/bógar: 8,5
   Grannur   Hátt settur   Skásettir bógar  
Bak og lend: 8,5
   Löng lend  
Samræmi: 9,0
   Léttbyggt   Fótahátt  
Fótagerð: 7,5
   Lítil sinaskil  
Réttleiki: 8,0
   Afturfætur: Innskeifir  
Hófar: 9,0
   Djúpir   Efnisþykkir  
Prúðleiki: 7,0
 

Kostir: 8,47

Tölt: 9,0
   Rúmt   Taktgott   Há fótlyfta   Skrefmikið  
Brokk: 9,0
   Rúmt   Öruggt   Skrefmikið   Há fótlyfta   Svifmikið  
Skeið: 5,0
Stökk: 9,5
   Ferðmikið   Teygjugott   Svifmikið   Hátt  
Vilji og geðslag: 9,0
   Ásækni   Þjálni   Vakandi  
Fegurð í reið: 9,5
   Mikið fas   Góður höfuðb.   Mikill fótaburður  
Fet: 7,0
   Flýtir sér  
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,5