Kappi frá Kommu
IS2004165-890
|
|
![]() |
|
---|
Kappi farinn í þjálfun til Ísólfs á Lækjarmóti 24 jan. 2014 | |||||
Kappi verður í Eyjafirði í sumar 28. mars 2013 | |||||
|
|||||
Kappi á vegum Úrvalshesta í sumar 13. febrúar 2012 | |||||
|
|||||
Kappi kominn í Fellskot 6.maí 2011 | |||||
![]() Kappi er mættur í Fellskot og byrjaður að sinna merum. Mikið hefur verið pantað undir hann og hver að verða síðastur að tryggja sér pláss. Þeir sem eiga pantað geta haft samband við Maríu í S: 899-9612 þegar þeir vilja koma með hryssurnar. Greiða þarf staðfestingargjald, 25.000 m.vsk. sem er óafturkræft. Það þarf að greiðast áður en hryssunum er haldið. Hægt er að millifæra á reikn. 0567-14-400060 kt. 630708-0790. Eða hafa samband á berglind@husavikurhestar.is eða S: 868-9952. |
|||||
Listi yfir hryssur sem hafa fengið við Kappa 4. mars 2011 | |||||
|
|||||
Kappi sumarið 2011 2. mars 2011 | |||||
Verð á tolli er 150.000 með öllu (hólfagj. sónarsk. og vsk.) |
|||||
41 hryssa fengu við Kappa í sæðingum 16. ágúst 2010 | |||||
Nú liggur fyrir endanleg útkoma úr sæðingunum hjá Kappa. Niðurstaðan varð sú að fengnar hryssur eru 41 og er fyljunarhlutfallið 82% sem er frábært, ekki síst í ljósi þess að þar eru nokkrar hryssur sem illa hefur gengið að koma folöldum í. Hér er listi yfir þær hryssur sem sónaðar voru með fyli og dómar hryssnanna. Þetta eru upplýsingar sem eru allar til í Worldfeng svo við erum ekki að birta neitt sem ekki eru opinbert :) Við erum svo að vinna í því að taka saman eins lista fyrir síðustu 2 ár líka. | |||||
Kappi tekur á móti hryssum í hólfi 29. júní 2010 | |||||
Kappi hefur verið í sæðingum á Dýrfinnustöðum það sem af er sumri og gengið mjög vel. Nú er komið að því að hann taki á móti hryssum í hólfi. Þeir sem eiga pantað eiga að mæta næstkomandi mánudag á Hof á Höfðaströnd. Honum verður svo sleppt í hólfið daginn eftir. Hér meðfylgjandi er myndband af honum í dómnum í vor sem birtist á vef Eiðfaxa. | |||||
Fyrsta hryssan fengin við Kappa 31. maí 2010 | |||||
![]() Búið er að staðfesta fyl í fyrstu hryssunni þetta árið við Kappa. Sú heppna er engin önnur en Hnota frá Garðabæ sem er með hæstu hæfileikaeinkunn klárhryssa í heiminum að því er við best vitum. Þetta gæti því verið ræktun á framtíðar heimsmethafa :) |
|||||
Kappi hækkaði í 8,51 28. maí 2010 | |||||
Kappi og Mette stóðu sig frábærlega í dag á
yfirlitinu og hækkaði hann úr 8,35 í 8,51 fyrir hæfileika. Hann fór í
9,5 fyrir stökk og fegurð í reið og endar eins og fyrr segir með 8,51
fyrir hæfileika en hann var einmitt með nákvæmlega þá einkunn fyrir
sköpulag og má því segja að hann jafn góður og hann er fallegur :)
Við erum að sjálfsögðu alveg í skýjunum yfir þessu, ekki síst ef rétt er
sem við höfum heyrt að áhorfendur hafi talið hann standa fyllilega undir
þessum tölum. Útkoman er því þessi:
|
|||||
Kappi skráður í Hafnarfirði 14. maí 2010 | |||||
|
|||||
Notkun ákveðin fyrir 2010 11. mars 2010 | |||||
Kappi er þessa dagana í þjálfun hjá Mette og gengur mjög vel. Stefnt er með hann á Landsmót og því ákveðið að hafa hann á einu löngu gangmáli á Hofi á Höfðaströnd. Verð: 150.000 kr. með öllu, þar af 25.000 kr. í staðfestingargjald sem er óafturkræft. Hægt er að panta með því að senda tölvupóst á berglind@husavikurhestar.is eða hringja í s: 868-9952. Þeir sem hafa haft samband og haft áhuga á að komast undir geta því haft samband núna og gengið frá pöntunum. | |||||
Mikið spurt um Kappa 12. janúar 2010 | |||||
![]() Mikið hefur verið spurst fyrir um Kappa undanfarið. Margir eru að velta fyrir sér hver stefnan sé með hann og hvar hann verði næsta sumar. Því miður getum við lítið sagt að svo komnu. Kappi er í þjálfun hjá Mette og er stefnt með hann á Landsmót. Gangi það allt eftir verður hann líklega á einu löngu gangmáli eftir mótið. Það mun því ekki liggja endanlega fyrir hvernig þetta verður fyrr en líður á vorið. |
|||||
Kappasonur sigrar folaldasýningu 3. janúar 2010 | |||||
Um síðustu helgi var haldin folaldasýning í Hringsholti á Dalvík. Þar sigraði í hestaflokki Kopar frá Jarðbrú sem er undan Kappa og Spennu frá Dæli. Fyrsti árgangurinn undan Kappa er fæddur síðasta vor svo gaman verður að sjá hvað þau gera á folaldasýningum nú í vetur. Af Kappa sjálfum er það að frétta að hann er kominn í Þúfur til Mette og væntanlega byrjaður í léttu trimmi. Við gerum okkur væntanlega ferð í Skagafjörðinn þegar líður á veturinn og kíkjum á hann.. | |||||
83 hryssur fengnar í sumar 28. september 2009 | |||||
Nú er búið að staðfesta fyl í 83 hryssum hjá Kappa í sumar og gætu einhverjar átt eftir að bætast við. Það stefnir í að fyljunarhlutfallið verði um 85%. |
|||||
Búið að staðfesta fyl í 80% af fyrra gangmáli 28. júlí 2009 | |||||
Í morgun voru allar hryssurnar sem voru hjá Kappa á fyrra gangmáli skoðaðar. Staðfest var fyl í 80% þeirra sem er mjög gott enda bara nokkrir dagar síðan hann var tekinn úr hólfinu. Það eru því nokkrar hryssur sem þarf að skoða aftur. Við erum því bjartsýn á að endanleg fyljun verði um 90%. | |||||
Kappi kominn norður 27. júlí 2009 | |||||
Kappi er nú kominn norður og var sleppt í hólf hjá hryssum um helgina. Hann lítur mjög vel út þó hann sé grannur eins yfirleitt. Þegar hann kom í Hof var hans fyrsta verk að sinna gæðingshryssunni Sefju frá Úlfljótsvatni. Auk Sefju eru fleiri góðar hryssur á leið undir hann, m.a. Hrönn frá Búlandi, Skrýtla frá Húsavík, Óskadís frá Tjarnarlandi, Ugla frá Kommu, Aría frá Grafarkoti, Spes frá Hólum og Tíbrá frá Hvanneyri. |
|||||
Sónarskoðun hjá Kappa 24. júlí 2009 | |||||
Sónarskoðað verður hjá Kappa þriðjudaginn 28. júlí að Velli. Þeir sem eiga hryssur hjá honum eru beðnir um að sækja þær milli 13 og 18 þann dag. Þær sem ekki verður staðfest fyl í þarf að skoða aftur eftir u.þ.b. 2 vikur til að staðfesta endanlega niðurstöðu. Þetta þurfa eigendur hryssnanna að sjá um sjálfir. Mjög góð frjósemi hefur verið hjá Kappa hingað til svo við leyfum okkur að vera bjartsýn á góða útkomu. | |||||
Kappi væntanlegur norður 20. júlí 2009 | |||||
![]() Nú fer að styttast í að Kappi komi norður í Hof á seinna gangmál. Tekið verður á móti hryssum milli 16 og 18 nú á fimmtudaginn. Kappa verður svo sleppt í hólfið á laugardeginum. Mjög vel hefur gengið hjá honum á fyrra gangmáli fyrir sunnan. Hann er enn í góðum holdum og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig sónarskoðun kemur út. Væntanlega verður skoðað frá honum kring um næstu helgi. Aðrar fréttir af Kappa eru þær að rautt folald er komið undan honum svo hann er ekki arfhreinn brúnn eins og okkur var farið að gruna. Við látum hér fylgja með mynd sem við vorum að eignast af Kappanum. |
|||||
37 hryssur fengnar við Kappa á hústímabili 12. júlí 2009 | |||||
Við erum þessa dagana að taka saman útkomuna úr hústímabilinu hjá Kappa. Hann var í sæðingum á Dýrfinnustöðum og var fanghlutfallið um 75% en inní því eru hryssur sem lítil sem engin von var til þess að fengju. Meðal þeirra sem eru fengnar eru Lydía og Rós frá Vatnsleysu, Ballerína og Ásjóna frá Grafarkoti, Hugarfluga og Hending frá Flugumýri, Efling frá Vestri-Leirárgörðum, Venus frá Múla, Almar-Rún frá Skarði, Glóð frá Grund, Svala frá Garðsá, Vilma frá Akureyri, Lilla frá Möðruvöllum, Ösp frá Minni-Reykjum, Fantasía frá Breiðstöðum auk þess sem fósturvísir var fluttur úr Nönnu frá Halldórsstöðum. Allt eru þetta mjög góðar fyrstu verðlauna merar og spennandi verður að sjá hvað afkvæmin gera í framtíðinni. | |||||
Er Kappi arfhreinn brúnn? 8. júlí 2009 | |||||
Við höfum verið að velta því fyrir okkur undanfarið hvort Kappi sé arfhreinn brúnn. Við vitum ekki til þess að neitt afkvæma hans sé rautt eða með afbrigði af rauðum lit. Gaman væri ef þið létuð okkur vita ef þið fréttið af folaldi sem afsannaði þessa kenningu okkar. | |||||
Fyljun úr sæðingum lítur vel út 30. júní 2009 | |||||
Búið er að skoða meirihlutann af hryssunum sem sæddar voru hjá Kappa og virðist útkoman vera fín eða um 80% fyljunarhlutfall. Endanleg niðurstaða á svo eftir að liggja fyrir um næstu helgi en þá verða liðnar tvær vikur frá því að síðustu hryssurnar voru sæddar. | |||||
Góðar fréttir af Kappa 16. júní 2009 | |||||
Kappi hefur nú í vor verið í sæðingum á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Hátt í 40 hryssur hafa verið sæddar við honum og lofar frjósemin góðu enda sæðið komið mjög vel út að sögn Höskuldar Jenssonar dýralæknis. Um næstu helgi mun Kappi svo fara suður og taka á móti hryssum á Velli II í Rangárþingi eystra. Tekið verður á móti hryssum þar milli 18 og 21 fimmtudaginn 18. júní. Mikill áhugi er fyrir hestinum og komast færri að en vilja. Mikið af góðum hryssum mun fara undir hann í sumar t.d. Samba frá Miðsitju, Lydía og Rós frá Vatnsleysu, Auðna frá Höfða, Atley frá Reykjavík, Dögg frá Dísarstöðum, Röst frá Kópavogi, Krækja frá Efri-Rauðalæk og Glóð frá Grund svo einhverjar séu nefndar. Kappi verður svo á seinna gangmáli á Hofi á Höfðaströnd. | |||||
Sæðingar ganga vel 4. júní 2009 | |||||
Mjög vel gengur að sæða við Kappa. Sæðið er mjög gott og vel gengur að taka það. Nú er búið að sæða um 25 hryssur og verða þær örugglega komnar yfir 30 þegar hústímabilinu lýkur. Þá mun Kappi fara suður og vera þar á fyrra gangmáli og svo á seinna gangmáli á Hofi á Höfðaströnd. | |||||
Kíktum á Kappann 23. apríl 2009 | |||||
|
|||||
Mikið pantað undir Kappa 6. apríl 2009 | |||||
|
|||||
Pantanir undir Kappa frá Kommu næsta sumar 26. janúar 2009 | |||||
Vegna fyrirspurnar í gegnum gestabókina hjá okkur viljum við benda þeim sem vilja panta undir Kappa á að senda tölvupóst á berglind@husavikurhestar.is . Þar þarf að koma fram hvaða tímabil viðkomandi vill, nafn og símanúmer. Við pöntun fá menn upplýsingar um reikningsnúmer sem leggja þarf 25.000,- kr. staðfestingagjald inná. Sú uppæð dregst að sjálfsögðu frá verðinu á tollinum. | |||||
Staðsetning á Kappa frá Kommu næsta sumar 24. janúar 2009 | |||||
Ákveðið hefur verið að Kappi verði í Skagafirði á húsmáli, Velli í Fljótshlíð á fyrragangmáli og á Hofi á Höfðaströnd á seinna gangmáli. Verðið verður að öllum líkindum svipað og í fyrra, það er 100.000 + vsk. pr. fengna hryssu Þetta veltur þó á hólfagjaldi og verði á sónarskoðun. | |||||
Kappi frá Kommu seldur 25. nóvember 2008 | |||||
|
|||||
Kappi farinn í Hof 30. október 2008 | |||||
Kappi fór í vikunni vestur í Hof á Höfðaströnd þar sem Sölvi Sig ætlar líklega að vera með hann allavega eitthvað fram á veturinn. Hann er þó ekki að fara í þjálfun strax en verður allavega á gjöf til að reyna að koma meira holdum á hann. Hann er grannvaxinn að eðlisfari og verður aldrei feitur en gott væri ef hann bætti aðeins á sig áður en hann fer í þjálfun. | |||||
96% fyljun hjá Kappa 14. ágúst | |||||
|
|||||
Litum við hjá Kappa 5. ágúst 2008 | |||||
|
|||||
|
|||||
|
|||||
12. júní | |||||
|
|||||
Við erum aðeins að ná að draga andann eftir töluverða geðshræringu í kjölfar dómsins og Kappa. Þetta er eiginlega bara eins og draumur eða falin myndavél :) Kynbótadómarnir á merunum hafa nú fallið svolítið í skuggann af Kappanum. Það er kominn dómur á Óperu, Skrýtlu og Sigurgyðu. Skrýtla fór í fyrstu verðlaun en við urðum fyrir smá vonbrigðum með dóminn á Sigurgyðu, sérstaklega byggingadóminn. Okkur finnst hún mjög falleg en eitthvað eru kynbótadómararnir á öðru máli. Yfirlitssýningin er eftir og þar erum við að vona að Ópera hækki fyrir brokk og fet og Skrýtla fyrir skeið og fet. Það tæki svakalega mikið pláss að setja dómana alla í runu hérna svo þið getið skoðað þá með því að smella á nöfnin á hryssunum | |||||
8. júlí | |||||
|
|||||
11. júní 2008 | |||||
Við eigum heimsmethafa!!! |
|||||
Kappi frá Kommu var að fá dóm og er að því er við best vitum hæst dæmdi fjögra vetra stóðhestur sögunnar!! | |||||
|
|||||